„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Magnús með Gunnar litla í fanginu. úr einkasafni Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“ Ísland í dag Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“
Ísland í dag Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira