Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir val­sað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna

Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi.

Sam­þykktu allt að 45 prósent toll á kín­verska rafbíla

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við.

Samið um lok um­fangs­mikils verk­falls hafnar­verka­manna

Samkomulag hefur náðst á milli stéttarfélaga hafnarverkamanna og eigenda hafna um að binda enda á þriggja daga langt verkfall sem hefur stöðvað skipaflutninga til stórra hafna á austurströnd Bandaríkjanna og við Mexíkóflóa.

Ný­nasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna ras­isma

Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu

„Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær.

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Sjá meira