Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Afleiðingar bilunar í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga gætu byrjað að komast á hreint í næstu viku ef línur skýrast þá um hvenær nýr búnaður fæst til landsins. 27.10.2025 10:24
Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. 27.10.2025 08:53
Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. 24.10.2025 15:51
Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. 24.10.2025 11:48
Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. 24.10.2025 09:05
Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. 24.10.2025 08:23
Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. 23.10.2025 14:31
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. 23.10.2025 13:40
Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. 23.10.2025 11:10
Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. 23.10.2025 09:59