Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. 4.9.2025 13:43
Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4.9.2025 10:10
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. 4.9.2025 09:31
Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. 4.9.2025 09:06
Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. 4.9.2025 07:02
Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. 3.9.2025 15:30
Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að bærinn afsali sér félagsheimilinu á Flatey til hollvinasamtaka. Samtökin eiga jafnframt að fá styrk frá sveitarfélaginu til þess að lappa upp á húsið. 3.9.2025 14:37
Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. 2.9.2025 15:19
Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Rúmlega 45 prósent svarenda í skoðanakönnun segjast ánægðir með söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Um fimmtungur sagðist óánægður. Mun meiri ánægja var með söluna nú en þá sem átti sér stað árið 2022. 2.9.2025 13:24
Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. 2.9.2025 11:40