Sporvagni ekið inn í matarvagn í Gautaborg Átta eru sagðir slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að sporvagni var ekið á matarvagn í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Vitni segja að sporvagninn hafi verið á óvenjumikilli ferð þegar slysið varð. 20.6.2025 11:12
Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. 20.6.2025 10:28
Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á Írlandi fyrir sex árum er með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Írskir lögreglumenn eru væntanlegir til Íslands í næstu viku til þess taka skýrslu af tugum manna vegna hvarfs Jóns Þrastar. 20.6.2025 09:12
Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. 19.6.2025 13:31
Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. 19.6.2025 10:34
Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. 19.6.2025 09:08
Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn. 18.6.2025 15:14
Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Matvælastofnun hefur kært bónda sauðfjárbúi á Suðausturlandi fyrir ofbeldi og hótanir í garð eftirlitsmanna. Bóndinn lagði hendur á starfsmann og spurði annan hvort hann ætti að skjóta hann þegar gerðar voru athugasemdir við velferð fjárins. 18.6.2025 14:54
Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum færðu barn heiladauðrar konu sem hefur verið haldið í öndunarvél frá því febrúar í heiminn með keisaraskurði fyrir helgi. Sjúkrahúsið hafði sagt fjölskyldu konunnar að læknar mættu ekki taka hana úr öndunarvél vegna strangra laga um þungunarrof í ríkinu. 18.6.2025 13:54
Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. 18.6.2025 12:44