Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. 4.11.2021 21:49
Lagfæringar á Fossvogsskóla taldar kosta rúma 1,6 milljarða íslenskra króna Áætlað er að kostnaður við lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla nemi meira en 1.640 milljónum króna. Borgarráð samþykkti heimild til útboðs á framkvæmdunum í dag. 4.11.2021 20:17
Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. 4.11.2021 19:02
Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. 4.11.2021 18:20
Agnieszka tekur við af Sólveigu Önnu Stjórn Eflingar kaus Agnieszku Ewu Ziólkowsku til að taka við embætti formanns stéttarfélagsins af Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér á sunnudagskvöld. Formanns- og stjórnarkosningar verða haldnar fyrir lok mars. 4.11.2021 17:23
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4.11.2021 06:00
Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. 3.11.2021 20:29
Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. 3.11.2021 18:56
Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið. 3.11.2021 18:25
Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. 3.11.2021 00:09