Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 07:01 Þurr og sprungin jörð á Spáni. Gert er ráð fyrir óvenjulítilli úrkomu í suðvestanverðri Evrópu í ár. Vísir/EPA Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira