Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum

Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir.

Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig

Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak.

Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum

Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar.

Að­gerðir lög­reglu sagðar hafa valdið mann­skæðum troðningnum

Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur.

Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda

Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki.

Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum

Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi.

Sjá meira