Telur glæpsamlegt að aðgangur að tölvupósti formanns hafi verið veittur Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 11:18 Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, er misboðið yfir að fyrrverandi formaður Eflingar hafi fengið aðgang að opinberu tölvupóstfangi forvera síns í embættinu. Vísir/Vilhelm Formaður VR fullyrðir að það hafi verið glæpsamlegt að fyrrverandi formanni Eflingar hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti forvera síns í embættinu, Sólvegar Önnu Jónsdóttur. Farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk sem ekki skuli stigið yfir. Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot
Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira