Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4.1.2023 09:10
Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. 4.1.2023 08:39
Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. 3.1.2023 15:51
Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. 3.1.2023 12:08
Óska eftir að ræða við sundlaugargesti sem urði vitni að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af sundlaugargestum sem voru á vettvangi þegar karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug og lést í kjölfarið í síðasta mánuði. Andlát mannsins er til rannsóknar hjá lögreglunni. 3.1.2023 10:40
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3.1.2023 09:46
Árið hófst á fíngerðri svifryksmengun Svifryksmengun lá yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir ársins 2023 en veðuraðstæður vógu upp á móti henni. Áberandi hátt hlutfall fínasta og hættulegasta svifryksins mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. 2.1.2023 15:34
Aldrei fleiri þyrluútköll en í fyrra Metfjöldi þyrluútkalla var hjá Landhelgisgæslunni í fyrra en þá sinnti flugdeild hennar 299 útköllum. Meirihluti þeirra var vegna sjúkraflutninga og þriðjungur var á sjó. 2.1.2023 14:36
Þurfa að bíða fram á næsta dag eftir pening fyrir flöskur og dósir Viðskiptavinir Endurvinnslunnar geta ekki lengur fengið greitt samstundis fyrir flöskur og dósir með greiðslukorti. Þess í stað þurfa þeir að sækja sér snjallforrit eða millifæra inn á reikning. Fyrst um sinn verður skilagjaldið ekki millifært fyrr en næsta virka dag á eftir. 2.1.2023 14:14
Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2.1.2023 12:20