Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. 6.1.2023 08:58
Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. 6.1.2023 07:02
Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. 5.1.2023 15:46
Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. 5.1.2023 14:31
Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. 5.1.2023 12:05
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5.1.2023 10:25
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5.1.2023 09:00
Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. 4.1.2023 13:38
Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. 4.1.2023 12:04
Úthúðar fyrrverandi starfsmanni og segir félagsdóm með ríkan sakfellingarvilja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar fyrrverandi trúnaðarmann starfsmanna Eflingar „fáránlegan einstakling“ og sakar hann um lygar og áróður gegn sér. Félagsdómur dæmdi uppsögn Eflingar á trúnaðarmanninum ólöglega í gær en formaður segir dóminn hafa haft „ríkulegan sakfellingarvilja“. 4.1.2023 10:12