Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25.2.2023 10:32
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25.2.2023 09:09
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25.2.2023 08:18
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. 25.2.2023 07:30
Landsbankinn rukkaði einstæða móður um fyrnda milljóna króna skuld Innheimtufyrirtæki hélt áfram að reyna að rukka einstæða fjögurra barna móður um milljóna króna kröfur fyrir hönd Landsbankans eftir að þær voru fyrndar. Bankinn segir mistök hafa átt sér stað en lögmaður konunnar segir hana skoða réttarstöðu sína. 25.2.2023 07:00
Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. 24.2.2023 15:55
Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. 24.2.2023 15:05
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24.2.2023 08:54
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23.2.2023 16:07
Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23.2.2023 11:59