Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2.3.2023 10:12
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2.3.2023 09:05
Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. 2.3.2023 07:00
Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. 1.3.2023 15:55
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. 1.3.2023 15:28
Felldu mastur sem var mörgum til ama Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra. 1.3.2023 14:14
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1.3.2023 11:33
Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1.3.2023 10:14
Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 28.2.2023 17:00