Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20.6.2023 10:09
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19.6.2023 07:00
Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. 18.6.2023 15:38
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18.6.2023 12:49
Á von á að vera gerð ráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist gera fastlega ráð fyrir því að vera gerð dómsmálaráðherra fyrir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er í Valhöll. Hún tæki við af Jóni Gunnarssyni sem býst við að verða almennur þingmaður. 18.6.2023 12:19
Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. 18.6.2023 11:18
Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. 18.6.2023 10:12
Myrtu hátt í fjörutíu nemendur í skóla í Úganda Uppreisnarmenn með tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams eru sakaðir um að myrða 41 mann, þar af 38 nemendur, í heimavistarskóla í Úganda nærri landamærunum að Austur-Kongó á föstudagskvöld. Sum fórnarlambanna voru brennd til bana. 18.6.2023 08:51
Reynir að lægja öldurnar í heimsókn til Kína Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár. 18.6.2023 08:03
Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári. 18.6.2023 07:30