Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota. 11.8.2025 16:48
Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Tilkynnt hefur verið um styttan opnunartíma Sundlaugar Seltjarnarness, sem tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal íbúa um þessi áform, eins og venjan er þegar ráðist er í sparnaðaraðgerðir sem fela í sér þjónustuskerðingu af einhverju tagi. 11.8.2025 15:04
Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. 11.8.2025 12:27
Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Tveir strætisvagnar rákust saman neðst í Borgartúni um tíuleytið í dag, og lokað hefur verið fyrir umferð um götuna. 11.8.2025 10:46
Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu. 10.8.2025 16:36
Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021. 10.8.2025 16:20
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10.8.2025 14:02
Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu. 10.8.2025 13:26
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10.8.2025 11:19
Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. 9.8.2025 16:50