Þjófar sendir úr landi Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu á þrítugsaldri, hefur verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. 11.12.2025 18:53
Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. 11.12.2025 17:57
Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt. 9.12.2025 22:06
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. 9.12.2025 21:09
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. 9.12.2025 18:37
Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. 1.12.2025 07:00
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30.11.2025 23:49
Dorrit rænd í Lundúnum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var rænd á götum Lundúna í kvöld ef marka má færslu hennar á Instagram. 30.11.2025 22:48
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. 30.11.2025 21:20
Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, tók þátt í mótmælum á Ítalíu í gær með fjölþjóðlegri sendinefnd aktívista og málsvara Palestínu, ásamt hafnarverkamönnum í Genóa og Róm. Með í för var meðal annars sænski aktívistinn Greta Thunberg, sem varð heimsfræg árið 2018 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum, en auk þess hefur hún undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að málefnum Palestínu. 30.11.2025 19:47