Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­nota plast­vörur fái sér­staka merkingu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota.

Einn hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju

Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Ný Miðgarðakirkja vígð í Gríms­ey

Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021.

Átta utan­ríkis­ráðherrar for­dæma her­námið á Gasa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa.

Taka þurfi ráð­gjöf Haf­ró til endur­skoðunar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum.

Sjá meira