Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér. 30.4.2022 14:31
Sakfelldir vegna útlits og litarafts Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. 24.4.2022 15:21
Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. 24.4.2022 07:00
Feður sem myrða börn sín Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. 18.4.2022 15:00
Spánverjar ganga af trúnni Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. 16.4.2022 17:02
Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. 10.4.2022 14:00
Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. 9.4.2022 14:28
Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3.4.2022 14:30
Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. 2.4.2022 14:00
Fyrstu hjónin utan Bandaríkjanna sem eru tilnefnd til Óskars Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í kvöld. Í fyrsta sinn í sögunni eru hjón sem ekki hafa ensku að móðurmáli tilnefnd sem besti leikari og leikkona fyrir leik í aðalhlutverki. 27.3.2022 14:01