Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2022 14:00 Marianne Stidsen segir einnig að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu. Vísir/Getty Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi. MeToo Danmörk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi.
MeToo Danmörk Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira