Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ingi­björg selur allan eignar­hlut sinn í LED Birtingum

Stefán Ragnar Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa, hefur gengið frá kaupum á um fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Signo, móðurfélagi LED Birtinga og LED Skilta, eftir að Ingibjörg Pálmadóttir fjárfestir losaði um allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu.

Ættu ekki að vænta kröfu­lækkunar á löngum ríkis­bréfum þegar vextir lækka

Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu.

Icelandair flutti ellefu prósent færri ferða­menn til landsins í júlí

Þrátt fyrir að Icelandair hafi flutt metfjölda farþega í júlí, umsvifamesti mánuður félagsins að jafnaði á hverju ári, vegna aukningar í tengifarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna þá var áfram samdráttur í ferðum til Íslands en sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjurnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur ferðamönnum sem komu til landsins með Icelandair fækkað um ríflega níutíu þúsund á milli ára.

„Ekkert hrun“ í ferða­þjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrir­tæki illa fyrir

Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.

Tekjur stærsta gagna­versins jukust um milljarð en rekstrar­af­koman versnaði

Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum.

Sviptingar á markaði ættu ekki að koma á ó­vart í ó­vissu efna­hags­á­standi

Heldur mikil bjartsýni hefur verið um nokkurt skeið í sýn margra á efnahagsástandið hér á landi, að mati hlutabréfagreinanda, sem segir að það „viti ekki á gott“ þegar ríkissjóður sé rekinn með viðvarandi halla og laun hækki stöðugt umfram framleiðni, og því eigi sviptingar á hlutabréfamarkaði ekki að koma á óvart. Við þessar aðstæður séu fjárfestar að leita í öryggið en miðað við nýjustu verðmatsgreiningar eru skráð félög hins vegar að meðaltali vanmetinn um meira en 40 prósent.

Telur „alls ekki“ að flug­far­gjöld Play á heima­markaðinum séu ó­sjálf­bær

Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.

„Ó­vænt bak­slag“ en ein verð­bólgu­mæling breytir ekki heildar­myndinni

Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu.

Marel lækkar enn af­komu­spána vegna ó­vissu og krefjandi rekstrar­um­hverfis

Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.

Verð­bólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að mark­miði verður löng

Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.

Sjá meira