Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. 15.8.2025 06:44
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. 15.8.2025 06:24
Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. 14.8.2025 08:47
Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.8.2025 08:07
Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um það hverjir yrðu heiðraðir af Kennedy-listamiðstöðinni. Fyrir valinu urðu meðal annarra hljómsveitarmeðlimir Kiss, söngkonan Gloria Gaynor og leikarinn Sylvester Stallone. 14.8.2025 07:54
Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna. 14.8.2025 07:07
Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Fjórir voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Þremur var sleppt stuttu seinna en skýrsla tekin af einum, sem var síðan látinn laus. 14.8.2025 06:18
Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Hitamet falla nú hvert af öðru í Evrópu, meðal annars í suðurhluta Frakklands og Króatíu. Á sama tíma geisa gróðureldar víða um álfuna og hafa farið yfir 4.000 ferkílómetra. 13.8.2025 09:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13.8.2025 07:28
Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki koma til greina að gefa eftir Donbas-héruðin, ekki síst vegna þess að Rússar myndu nota þau sem stökkpall fyrir frekari landvinninga síðar meir. 13.8.2025 06:52