Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi. 11.11.2025 06:27
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. 10.11.2025 07:52
Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Átta þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeild bandaríska þingsins greiddu atkvæði með Repúblikönum þegar gengið var til atkvæðagreiðslu í gærkvöldi um að taka fyrir frumvarp til að greiða fyrir opnun alríkisins. 10.11.2025 06:28
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. 7.11.2025 07:30
Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir ákvörðun ríkisstjórnar Donald Trump um að hætta að heimila einstaklingum að velja kyn í vegabréfum. 7.11.2025 06:58
Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Páfagarður hefur gefið frá sér yfirlýsingu, samþykkta af Leó páfa, þar sem segir að Jesús einn hafi frelsað mannkynið og bjargað því frá helvíti. María hafi ekki átt þar þátt. 6.11.2025 07:12
Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í gærkvöldi eða nótt sem eru grunaðir um hótanir, fjársvik og vopnalagabrot. Eru mennirnir sagðir hafa hótað leigubílstjóra, eftir að þeir neituðu að greiða fyrir akstur. 6.11.2025 06:40
Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Kona sem starfar sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum. Hún játaði brot sín við yfirheyrslu en dró játninguna til baka og bar við andlegum erfiðleikum. 6.11.2025 06:27
Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna. 4.11.2025 07:16
Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. 4.11.2025 06:52