Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. 7.1.2026 07:12
Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. 7.1.2026 06:39
Eldur kveiktur í lyftu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki. 7.1.2026 06:14
Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. 6.1.2026 07:43
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. 6.1.2026 06:55
„Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. 6.1.2026 06:43
Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“. 5.1.2026 07:50
Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Búið er að bera kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum sem átti sér stað á skemmtistað á Crans-Montana skíðasvæðinu í Sviss á gamlárskvöld. Fjörutíu létust í eldsvoðanum og fjöldi særðist alvarlega. 5.1.2026 07:08
Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. 5.1.2026 06:49
Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera við „fullkomna“ heilsu og neitar að hann hafi sofnað á fundum. Segist forsetinn einfaldlega vera að loka augunum til að slaka á. 2.1.2026 07:51