Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? 14.1.2026 12:29
Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun. 14.1.2026 11:47
90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Níutíu prósentum landsmanna þótti áramótaskaupið gott og aðeins 3,3 prósentum þótti það slakt. Alls völdu 6,3 prósent valmöguleikann „bæði og“. 14.1.2026 08:55
Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. 14.1.2026 08:12
Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Leikarinn Kiefer Sutherland, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum 24 og Designated Survivor, var handtekinn í Los Angeles á mánudag grunaður um líkamsárás á bílstjóra. 14.1.2026 07:16
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis. 14.1.2026 06:57
Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu. 14.1.2026 06:50
Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Lögregluyfirvöld á Spáni hafa lagt hald á tæplega tíu tonn af kókaíni, sem voru falin innan um saltfarm flutningskips við Kanarí-eyjar. 13.1.2026 08:10
Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka á móti venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum Maríu Corinu Machado í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. 13.1.2026 07:19
Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Kínversk stjórnvöld hafa beitt Evrópuríki þrýstingi og krafist þess að þau hleypi ekki embættismönnum frá Taívan inn í lönd sín. Þetta hefur Guardian eftir fjölda heimildarmanna, sem segja Kína hafa varað ríkin við því að „traðka ekki á rauðum línum Kína“. 13.1.2026 06:59