Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi. 30.10.2025 09:29
„Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns. 30.10.2025 07:19
Engar uppsagnir í farvatninu Enn sem komið er eru engin áform uppi um uppsagnir starfsmanna Norðuráls á Grundartanga, þrátt fyrir alvarlega bilun sem kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku. Þá stendur ekki annað til en að verksmiðjan verði rekin á fullum afköstum þegar viðgerðum hefur verið lokið. 30.10.2025 06:54
Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku. 30.10.2025 06:39
Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið alla nefndarmenn nefndar sem veitir fagurfræðilega umsögn um öll byggingaráform stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu í Washington D.C. 29.10.2025 08:25
Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29.10.2025 07:36
Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. 29.10.2025 06:59
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29.10.2025 06:28
Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Stjórnvöld í Ástralíu hafa neitað strandblakaranum Steven van de Velde um að koma inn í landið, þar sem hann hugðist keppa á heimsmeistaramótinu í Adelaide. 28.10.2025 08:27
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28.10.2025 07:43