Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. 19.1.2026 06:38
Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Ómögulegt er að segja til um það hvað varð ketti sem fannst í poka í hrauninu í Helguvík í Reykjanesbæ að aldurtila. Að sögn starfsmanns Dýralæknastofu Suðurnesja er allt eins líklegt að honum hafi verið komið þar fyrir af eigendum sínum. 19.1.2026 06:17
Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. 16.1.2026 12:39
Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Yfirvöld í Íran eru sögð hafa heimtað háar fjárhæðir af fjölskyldum einstaklinga sem látist hafa í mótmælum í landinu fyrir afhendingu líkamsleifa þeirra. 16.1.2026 08:20
„Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16.1.2026 07:39
Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við Nóbels-verðlaunapening Maríu Corinu Machado, stjórnarandstöðuleiðtoga Venesúela, sem hún afhenti forsetanum í Hvíta húsinu í gær og hyggst eiga hann. 16.1.2026 06:37
Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn. 15.1.2026 08:53
Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum, þar sem þau segja viðkomandi einstaklinga líklega til að þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar frá hinu opinbera. 15.1.2026 07:39
Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. 15.1.2026 06:55
Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið fullvissaður um að stjórnvöld í Íran séu ekki lengur að drepa mótmælendur í landinu en að hann muni fylgjast með stöðu mála og sjá til með mögulegar hernaðaraðgerðir. 15.1.2026 06:37