Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig. 13.12.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01
Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. 13.12.2021 17:26
Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19
Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12
Grænkera skorti ekkert á jólum Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? 12.12.2021 20:30
Umboðsmaður segir notkun gulra herbergja helst bundna við börn með sérþarfir Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. 10.12.2021 15:47
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir manndráp af gáleysi Karlmaður á þrítugsaldri, sem er af rúmensku bergi brotinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki komið Daníel Eiríkssyni til bjargar, sem lést í kjölfarið. 10.12.2021 15:10
Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. 10.12.2021 13:01
Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. 10.12.2021 11:26
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent