Jón segir skilið við Össur eftir aldarfjórðung og Sveinn tekur við Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er sestur í helgan stein eftir 26 ár í starfi. Sveinn Sölvason hefur verið skipaður arftaki hans. 9.12.2021 16:37
Maður grunaður um að nauðga unglingsstúlku í gæsluvarðhaldi þar til á morgun Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna gruns um að hafa nauðgað stúlku á unglingsaldri. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á morgun. 9.12.2021 14:54
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9.12.2021 12:47
Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu. 8.12.2021 16:44
Lögreglan leitar konu sem ók á tvær unglingsstelpur á rafhlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir konu sem ók BMW-bíl á tvær unglingsstúlkur á rafhlaupahjóli á Dalvegi í Kópavogi í nóvember. 8.12.2021 15:56
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8.12.2021 15:34
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8.12.2021 13:07
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8.12.2021 10:47
Endurskoða þurfi prófafyrirkomulag í Covid fyrir næsta misseri Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að endurskoða þurfi fyrirkomulag staðprófa í háskólanum á tímum heimsfaraldurs eftir að upp kom smit í prófi við HÍ. 7.12.2021 20:46
Sakfelldur fyrir að hafa sent myndir af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Starfsmaður sambýlis hefur verið sakfelldur fyrir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot með því að hafa tekið upp Snapchat-myndband af vistmanni handleika ber kynfæri sín. 7.12.2021 14:14