Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. 12.4.2022 13:59
Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. 12.4.2022 13:38
Skotárás í lestarstöð í New York Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi. 12.4.2022 13:37
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12.4.2022 11:48
Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri. 12.4.2022 11:19
Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að setja stjúpbörn sín í nauðungarvinnu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, fyrir brot í nánu sambandi og fyrir peningaþvætti. 12.4.2022 11:06
Hátt í tvö hundruð bandarískir hermenn æfðu landgöngu í Hvalfirði Bandarískir landgönguliðar eru við lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni sem hófst 2. apríl og sendur til fimmtudags. 11.4.2022 16:39
Haraldur Rafn leiðir Pírata í Hafnarfirði Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti listans er Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi. 11.4.2022 16:19
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11.4.2022 15:42
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11.4.2022 14:34