„Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur, hann fær allt of mikið af símtölum“ Háskólaneminn Jessý Jónsdóttir lenti í þeim óheppilegu aðstæðum í dag að starfsmaður Sáms Sápugerðar hafði, líklega óvart, látið áframsenda öll símtöl í hennar símanúmer. 3.6.2022 22:00
Fetar í fótspor föðurins og hefur formlega feril í stjórnmálum Margrét Bjarnadóttir tók í gær sæti í bæjarstjórn Garðabæjar og hóf þar með formlega feril í stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, faðir Margrétar, segist einstaklega stoltur af dótturinni. 3.6.2022 20:48
Þjófar höfðu á brott mikið magn af bílskoðunarmiðum Þjófar höfðu á brott mikið magn skoðunarmiða af skoðunarstöð á höfuðborgarstæðinu síðdegis í dag. Lögregla segir að sé fólk staðið að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna fái þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun. 3.6.2022 20:25
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3.6.2022 20:10
Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi en enginn alvarlega slasaður Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 3.6.2022 18:58
Anton Máni kjörinn formaður SÍK Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi. 3.6.2022 18:27
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skerðir þjónustu í sumar vegna manneklu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í sumar skerða ýmsa þjónustu vegna manneklu og sumarleyfa. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að öllum bráðaerindum verði sinnt en öðrum erindum kunni að vera forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. 3.6.2022 17:43
Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. 3.6.2022 17:30
Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. 3.6.2022 07:37
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2.6.2022 23:21