

Fréttamaður
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins
Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ekki skárra fyrir 35 árum
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra.

Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr.

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta
Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“
Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar.

Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram
Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda.

Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp.

„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“
Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum.

Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur
Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu.