Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“

Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel.

Á­skorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri mann­eskju

Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans.

Varð vin­sælasta smá­forritið á Ís­landi á sólar­hring

Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum.

Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian

Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West.

Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnu­mót

Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði.

Ætti ekki að vera feimnis­mál að hjón leiti sér að­stoðar

Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri.

Sjá meira