Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 17:30 Smáforritið Overtune er orðið það mest sótta hér á landi. Overtune Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu. Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu.
Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00