Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2022 12:32 „Ég er með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við tímaritið Variety á dögunum. Getty/Arnold Jerocki Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. Í tilefni af nýrri þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar á steymisveitunni Hulu mætti Kim ásamt móður sinni og systrum í viðtal við tímaritið Variety. Í viðtalinu sagðist Kim vera með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. „Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim og tóku systur hennar undir. Ummælin hafa verið umdeild fyrir þær sakir að Kim er fædd inn í afar ríka fjölskyldu og hefur sú forréttindastaða gefið henni mikið forskot í lífinu. Því setja margir spurningarmerki við það að hún sé rétta manneskjan til þess að segja öðrum konum að leggja harðar að sér. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan en Kardashian byrjar á mínútu 05:12. Myndbirtingunni hafi verið ætlað að beina athyglinni af ummælunum „Þannig að hún þurfti að gera eitthvað í staðinn, og hvað gerir hún? Jú, hún birtir fyrstu myndina af sér og Pete Davidson saman á Instagram. Auðvitað er þetta PR stunt. Þessar myndir voru teknar 14. febrúar, á Valentínusardaginn. Þannig hún er búin að sitja á þeim mjög lengi. En þetta tók alla athygli í burtu frá þessu viðtali,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Um er að ræða myndasyrpu sem inniheldur fimm myndir og þar á meðal tvær myndir af Kardashian og Davidson saman. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Uppljóstraði því í hvaða skóla börnin væru í Birta Líf fór einnig yfir nýjustu vendingar í deilum Kardashian við barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann, Kanye West. West lýsti nýlega yfir óánægju sinni með val Kardashian á skóla fyrir börnin þeirra. Hann sagðist ekki hafa haft neitt að segja þegar kom að valinu og uppljóstraði hann um leið í hvaða skóla börn þeirra væru. „Þið getið ímyndað ykkur hve margir eru að fara mæta þarna fyrir utan. Þetta er bara skóli með öllum frægu börnunum í Calabasas. Þetta er hrikalegt. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi gert þetta til þess að börnin þyrftu að skipta um skóla, þannig þetta hafi þá verið viljandi gert.“ Húðflúraði nafn Kardashian á brjóstkassann Þá birti Dave Sirus, Saturday Night Live handritshöfundur og góður vinur Davidson, skjáskot af samtali sem virðist vera á milli Davidson og West. Þar virðist Davidson vera nóg boðið af uppátækjum West. Í samtalinu spyr West hvar Davidson sé staddur og þá svarar hann því að hann sé uppi í rúmi með eiginkonu hans „Svo sendir hann honum mynd af sér uppi í rúmi en þar sést reyndar bara í Pete. En þá tóku þeir sem eru með mjög gott auga eftir því að ef maður zoom-ar inn, þá lítur út fyrir að hann sé kominn með KIM tattoo á brjóstkassann,“ segir Birta Líf. Hún bendir þó á það að Davidson hafi einnig fengið sér þó nokkur húðflúr tileinkuð tónlistarkonunni Ariönu Grande þegar þau voru saman. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Lét húðflúra nafn Kardashian á sig FM957 Brennslan Hollywood Húðflúr Tengdar fréttir Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30 Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Í tilefni af nýrri þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar á steymisveitunni Hulu mætti Kim ásamt móður sinni og systrum í viðtal við tímaritið Variety. Í viðtalinu sagðist Kim vera með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. „Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim og tóku systur hennar undir. Ummælin hafa verið umdeild fyrir þær sakir að Kim er fædd inn í afar ríka fjölskyldu og hefur sú forréttindastaða gefið henni mikið forskot í lífinu. Því setja margir spurningarmerki við það að hún sé rétta manneskjan til þess að segja öðrum konum að leggja harðar að sér. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan en Kardashian byrjar á mínútu 05:12. Myndbirtingunni hafi verið ætlað að beina athyglinni af ummælunum „Þannig að hún þurfti að gera eitthvað í staðinn, og hvað gerir hún? Jú, hún birtir fyrstu myndina af sér og Pete Davidson saman á Instagram. Auðvitað er þetta PR stunt. Þessar myndir voru teknar 14. febrúar, á Valentínusardaginn. Þannig hún er búin að sitja á þeim mjög lengi. En þetta tók alla athygli í burtu frá þessu viðtali,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Um er að ræða myndasyrpu sem inniheldur fimm myndir og þar á meðal tvær myndir af Kardashian og Davidson saman. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Uppljóstraði því í hvaða skóla börnin væru í Birta Líf fór einnig yfir nýjustu vendingar í deilum Kardashian við barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann, Kanye West. West lýsti nýlega yfir óánægju sinni með val Kardashian á skóla fyrir börnin þeirra. Hann sagðist ekki hafa haft neitt að segja þegar kom að valinu og uppljóstraði hann um leið í hvaða skóla börn þeirra væru. „Þið getið ímyndað ykkur hve margir eru að fara mæta þarna fyrir utan. Þetta er bara skóli með öllum frægu börnunum í Calabasas. Þetta er hrikalegt. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi gert þetta til þess að börnin þyrftu að skipta um skóla, þannig þetta hafi þá verið viljandi gert.“ Húðflúraði nafn Kardashian á brjóstkassann Þá birti Dave Sirus, Saturday Night Live handritshöfundur og góður vinur Davidson, skjáskot af samtali sem virðist vera á milli Davidson og West. Þar virðist Davidson vera nóg boðið af uppátækjum West. Í samtalinu spyr West hvar Davidson sé staddur og þá svarar hann því að hann sé uppi í rúmi með eiginkonu hans „Svo sendir hann honum mynd af sér uppi í rúmi en þar sést reyndar bara í Pete. En þá tóku þeir sem eru með mjög gott auga eftir því að ef maður zoom-ar inn, þá lítur út fyrir að hann sé kominn með KIM tattoo á brjóstkassann,“ segir Birta Líf. Hún bendir þó á það að Davidson hafi einnig fengið sér þó nokkur húðflúr tileinkuð tónlistarkonunni Ariönu Grande þegar þau voru saman. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Lét húðflúra nafn Kardashian á sig
FM957 Brennslan Hollywood Húðflúr Tengdar fréttir Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30 Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30
Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00