Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ueno snýr aftur og Haraldur fram­kvæmda­stjóri

Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Ekki út­gangs­punktur að beita á­kvæðinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur.

Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta

Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag.

Svona var kynning ríkis­stjórnar á þingmálum vetrarins

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni.

Kosninga­úr­slit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögu­lega á förum

Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn.

Ó­víst hvort Ís­land verði með í Euro­vision

Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni.

„Ó­hóf­legt gjald“ fyrir síma­notkun í Bret­landi heyri fljótt sögunni til

Íslenskir farsímanotendur munu frá og með 1. október greiða sömu gjöld fyrir farsímaþjónustu í Bretlandi og í öðrum ríkjum innan EES og ESB. Reglugerð þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum en henni er ætlað að tryggja að farsímanotendur, sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki á þeim markaði, greiði sömu gjöld í Bretlandi og víðast hvar annars staðar í Evrópu.

Daður við drengi sem verður kyn­ferðis­legt og endar með hótun

Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum.

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Sjá meira