120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5.2.2020 16:39
Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. RÚV segir ekki um kostun að ræða. 3.2.2020 08:15
Annar jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist við Grindavík Skjálftinn er hluti af um 150 jarðskjálftum sem mælst hafa á svæðinu í dag. 2.2.2020 19:54
Einstök mynd náðist af snæviþöktu Fróni Heiðskírt eða léttskýjað var víðast hvar á landinu stuttu eftir hádegi í gær. 2.2.2020 18:26
Telur að pallbíl hafi verið ekið yfir leiði í Mosfellskirkjugarði Svo virðist sem leiði í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ hafi verið keyrð niður seint í gær eða snemma í morgun. 2.2.2020 17:29
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1.2.2020 23:00
Landsmönnum heldur áfram að fjölga 364.260 manns bjuggu á Íslandi í lok ársins 2019 og fjölgaði landsmönnum um 1.400 á síðustu þremur mánuðum ársins. Þar af voru 186.960 karlar og 177.300 konur. 1.2.2020 19:15
Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1.2.2020 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rætt verður við íbúa Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinu sem þeir fundu vel fyrir í gærkvöld. Einnig verður fjallað um Wuhan-veiruna og ásakanir á hendur blómainnflytjendum. Þetta og margt fleira á slaginu 18.30. 1.2.2020 18:11