Almannavarnir hvetja Grindvíkinga til að gæta að lausamunum vegna jarðskjálftahrinu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra leggur áherslu á að íbúar Grindavíkur fari yfir heimili og vinnustaði hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum. 1.2.2020 00:11
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31.1.2020 23:55
Bretar komnir út úr Evrópusambandinu Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu. 31.1.2020 23:00
Öflug skjálftahrina nærri Grindavík Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga og fannst hann einnig í Reykjavík. Einnig hafa fundist fjölmargir eftirskjálftar. 31.1.2020 22:30
Sala nýrra fólksbíla heldur áfram að dragast saman Sala á nýjum fólksbílum hefur farið hægt af stað það sem af er ári en í janúar seldust 709 nýir fólksbílar hér á landi. 31.1.2020 20:30
Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31.1.2020 19:30
Skutu á bifreið sem ekið var í gegnum öryggistálma við Mar-a-lago þar sem Trump hugðist dvelja Mar-a-lago-setrið er í eigu Bandaríkjaforseta og hefur hann verið tíður gestur þar í forsetatíð sinni. 31.1.2020 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um Brexit, fjallað áfram um Wuhan-veiruna og rætt við starfsmenn leikskóla sem fara í verkfall í næstu viku ef ekki næst að semja. Þetta og margt fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2. 31.1.2020 18:03
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31.1.2020 17:17
Wuhan-veiran og öldrun þjóðarinnar í Víglínunni Verður meðal annars rætt við Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumann bráðaþjónustu Landspítalans, um það hvernig bráðamóttakan og íslenskt heilbrigðiskerfi er í stakk búið til að bregðast við tilfellum Wuhan-veirunnar ef til þess kæmi. 26.1.2020 17:15