Hátt í áttatíu Íslendingar væntanlegir frá Veróna á laugardag Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. 1.3.2020 22:15
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1.3.2020 20:55
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1.3.2020 19:15
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1.3.2020 17:52
Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. 29.2.2020 22:45
Daði og Gagnamagnið á leið til Rotterdam í maí Daði og Gagnamagnið bar sigur úr bítum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld og mun lag þeirra Think About Things verða framlag Íslendinga í Eurovison í maí næstkomandi. 29.2.2020 22:23
#12stig: Tæknivandræði í útsendingu settu Twitter á hliðina Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Íslands verður til Eurovision söngvakeppnarinnar í Hollandi fram fer í maí næstkomandi. 29.2.2020 21:00
Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29.2.2020 19:35
Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29.2.2020 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamaður okkar verður í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann tekur á móti farþegum sem voru að koma frá Verona. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18.30. 29.2.2020 18:16