Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8.4.2020 08:23
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7.4.2020 15:49
Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. 7.4.2020 15:27
Varar við því að fólk kaupi mótefnamælingar á netinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. 7.4.2020 14:55
Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í vor. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. 7.4.2020 13:36
Sjö starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að einn starfsmaður til viðbótar hefði um helgina bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Starfsmennirnir eru nú orðnir sjö talsins. 7.4.2020 11:30
Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7.4.2020 10:36
Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá. 6.4.2020 16:00
Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6.4.2020 14:53
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6.4.2020 14:17