Siðanefnd HÍ segir af sér í tengslum við meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands hefur sagt af sér. Þetta staðfestir Skúli Skúlason, fyrrverandi formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 14.2.2022 18:25
Atli Sigurjónsson til Williams & Halls Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls ehf. 14.2.2022 17:36
Létu skort á öldruðum sauðfjárbændum ekki á sig fá Fólkið á bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, vill umbylta tungumálakennslu og hjálpa fleirum að þora að tala íslensku. Teymið skipar Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson en þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Gulleggið. 13.2.2022 10:01
Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. 11.2.2022 14:34
Atvinnuleysi jókst í 5,2 prósent í janúar Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða. 11.2.2022 14:06
Samkeppnishæfari eftir sameininguna Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum. 11.2.2022 13:46
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11.2.2022 13:25
Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. 11.2.2022 11:54
Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. 11.2.2022 11:13
Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. 11.2.2022 07:01