Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vara við hættu á skriðum og grjót­hruni á Vest­fjörðum

Auknar líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum en úrkomusamt veður verður bæði þar og á Snæfellsnesi í dag og nótt. Úrkoman er aðallega í formi rigningar en við hana bætist svo yfirborðsrennsli vegna leysinga. Gular viðvaranir eru í gildi á svæðinu vegna sunnan hvassviðris.

Einar segir Sam­fylkinguna hafa hótað meiri­hluta­slitum þremur dögum fyrr

Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka.

Segist mjög á­nægður og ekki hafa mis­reiknað sig

„Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“

Ekki form­legar við­ræður og sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki um­deilt innan flokksins

Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður.

Krefja þurfi flokkana um endur­greiðslu þó að það þýði gjald­þrot

Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum.

Líst illa á að vinna með Sjálf­stæðis­flokki sem hafi sýnt „hatur og heift“

Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu.

Sjá meira