Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Loft­gæði verði á­fram slæm

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið.

Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltu­fjár­mögnun

Tekjur lyfjafyrirtækisins Alvotech jukust milli ára og hyggjast stjórnendur nýta sér nýja veltufjármögnun upp á 100 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 12,7 milljarða króna, til að fjármagna áframhaldandi rekstur. Félagið átti 43 milljónir dala í lausu fé í lok september. Rannsóknar-, þróunar- og stjórnunarkostnaður einn og sér nam um 216 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins.

Búi sig undir að berja í borðið

Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið.

Að­dragandinn að endinum hjá ríkislög­reglu­stjóra

Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær.

Dóms­málaráðherra verði að segja satt og rétt frá

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar.

Mælist nú ekki með eins já­kvætt við­horf til kven­leið­toga

Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks.

Sarkozy laus úr fangelsi

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, var í dag sleppt lausum úr fangelsi eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir að hafa tekið við milljónum evra frá fyrrverandi einræðisherra Líbíu fyrir kosningabaráttu sína árið 2007.

Láta forræðis­hyggju hinna full­orðnu ekki fipa sig

Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík.

Verður lík­lega mikið eftir af snjó og klaka

Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum.

Rændur fyrir utan Costco um há­bjartan dag

Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur.

Sjá meira