Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8.2.2025 17:31
Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. 8.2.2025 15:34
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8.2.2025 12:45
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8.2.2025 11:09
Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Ísland losar margfalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en önnur Norðurlönd miðað við höfðatölu og munar þar mestu um losun frá framræstu landi. Þá metur Votlendissjóður að um 45 prósent af heildarlosun Íslands stafi frá framræstu votlendi sem ekki er í landbúnaðarnotkun. 6.1.2025 07:27
Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. 5.1.2025 14:28
Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland sem tók nýverið við sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga leitaði ekki langt eftir aðstoð en báðir hafa starfað náið með henni í Flokki fólksins um nokkurt skeið. 5.1.2025 11:42
Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Margt verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og meðal annars snert á áformum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum, gjaldtöku á ferðaþjónustuna og strandveiðum. Hefst þátturinn klukkan 10. 5.1.2025 09:30
Brenton Wood er látinn Sálarsöngvarinn Brenton Wood er látinn, 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967. 5.1.2025 09:04
Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Kona sem kyssti tónlistarmanninn Romeo Santos á tónleikum með bandarísku hljómsveitinni Aventura í Dómeníska lýðveldinu segir að atvikið hafi bundið enda á hjónaband sitt. 5.1.2025 08:37