Karlmaður lést í Bláa lóninu Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri. 28.10.2025 18:11
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 28.10.2025 08:30
Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23.10.2025 22:33
Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið. 23.10.2025 22:25
Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. 23.10.2025 21:18
Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. 23.10.2025 19:35
Síminn kaupir Motus og Pei Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. 23.10.2025 18:51
Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. 20.10.2025 20:40
Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. 20.10.2025 18:49
Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Nokkuð öflug skjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli um klukkan 10:30 í dag og mældust nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti, sem var 4,4 að stærð, var öflugasti skjálfti á svæðinu frá því í maí 2023 þegar skjálfti að stærð 4,8 mældist þar. 20.10.2025 16:48