fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði

Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri.

Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada

Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. 

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum

Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara.

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Sann­færður um að vikan hafi þétt raðir ríkis­stjórnarinnar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ræddu framtíð ríkisstjórnarinnar og erindi hennar eftir að Bjarni tilkynnti um afsögn sína. Þau telja sig enn eiga erindi og vilja ljúka verkefnum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála fyrir tveimur árum. 

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.

Sjá meira