Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vond til­finning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar

„Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti.

„Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“

Líf Rutar Rúnarsdóttur og fjölskyldu hennar kollvarpaðist fyrir þremur árum þegar eldri bróðir Rutar féll fyrir eigin hendi. Systkinin voru afar náin og Rut missti því bæði bróður og kæran vin á sama tíma. Áfallið breytti Rut á þann hátt að hún syrgði ekki bara bróður sinn heldur einnig gömlu útgáfuna af sjálfri sér, manneskjuna sem hún hafði verið áður en áfallið dundi yfir.

Fær engar upp­lýsingar um lög­reglu­mál sonar síns

Fjölskylda fjölfatlaðs manns sem slasast hefur í tvígang í umsjá starfsmanna sambýlisins að Hólmasundi gagnrýnir harðlega skort á upplýsingagjöf af hálfu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Seinna slysið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Fjölskyldan hefur leitað aðstoðar lögfræðings og hyggst leita réttar síns. Hún gagnrýnir einnig eftirlitsleysi með starfsemi sambýla sem rekin eru af Reykjavíkurborg.

Segir krafta­verk að sonur sinn sé á lífi

„Mig hefur lengi langað að koma ýmsu á framfæri en ég hef hvorki treyst mér til né haft áhuga að ræða þetta eins og nú. Það brýtur í mér hjartað að nú, fjórum árum seinna, er ung manneskja dáin eftir hnífaárás, og hún átti allt lífið eftir,“ segir Anna María De Jesus, móðir átján ára pilts sem varð fyrir grófri hnífaárás af hálfu unglingsstúlku í apríl árið 2020.

Nær dauða en lífi á bráða­mót­tökunni

„Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum.

Tíminn stóð í stað en allt var á fleygi­ferð

„Mér fannst svo viðeigandi að gera þetta í minningu pabba. Pabbi var þannig gerður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt eða standa í þakkarskuld við neinn. Og björgunarsveitirnar, sem komu og hjálpuðu okkar þennan dag áttu þetta svo sannarlega inni,“ segir Berglind Sigurðardóttir en faðir hennar, Sigurður Sigurjónsson, lést af slysförum á Skógaheiði í október á seinasta ári.

Lífið tók koll­steypu eftir ævin­týra­lega Ís­lands­för

„Þetta var svo skrítin upplifun. Nokkrum dögum áður var ég á Íslandi að drekkja í mig stórfenglega náttúrufegurð og orku og fannst ég vera ódauðleg. Áður en ég vissi af var ég kominn á þann stað að það var tvísýnt um líf mitt,“ segir Jane Fisher sem á dögunum setti upp ljósmyndasýningu með Íslandsmyndum í heimabæ sínum á Englandi. 

Segir al­gengan mis­skilning að læknar séu hátekjustétt

„Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum.

„Fína konan“ skyndi­lega um­kringd fyllibyttum

Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana.

Sjá meira