Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átti erfitt með að kalla sig þolanda

„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

„Þetta er eitt­hvað sem flugliðar vilja ekki viður­kenna“

„Mér líður eins og það sé meira hlustað á karla heldur en okkur. Til dæmis þegar við erum að segja þeim að gera eitthvað, eða biðja þau um að setjast niður eða eitthvað, þá hlusta þau meira á strákana heldur en okkur, taka þeim meira alvarlega,“ segir 26 ára íslensk kona sem starfar sem flugfreyja.

Ætla að veita Mikka eins gott líf og kostur er

Mikael Smári Evensen var þriggja ára gamall þegar hann var greindur með taugahrörnunar sjúkdóminn AT, eða ataxia telangiectasia en sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikael Smári síðan einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan á allt hitt.

Kom að heimilinu í ljósum logum

Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst.

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Þurfti að full­orðnast mjög snemma

„Ég upplifði mig alltaf mjög eina. Það var enginn í sömu stöðu og ég,“ segir Ragna Guðfinna Maríudóttir. Sem barn var hún snemma komin í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum sem glímir við geðrænan vanda. Faðirinn viðurkenndi aldrei greininguna og fékk aldrei faglega meðhöndlun sem gerði ungri dóttur hans erfitt fyrir.

Þurfti að berjast við krabba­mein í stríðshrjáðu landi

„Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma.

Á lífi þökk sé þrjóskum engli

„Það er voða skrítið að hugsa til þess að eitthvað svona lagað geti hent mann, algjörlega fyrirvaralaust og kippt manni snögglega út úr lífinu,“ segir Hildur Kjartansdóttir sem fór óvænt í hjartastopp á vinnustað sínum fyrir hálfu öðru ári. Hún þakkar þrautseigri samstarfskonu fyrir líf sitt í dag og lýsir henni sem „engli“.

Heims­meistari eftir að hafa næstum misst af mótinu

„Ég er búin að sanna það fyrir sjálfri mér núna að það er ekkert sem ég get ekki gert, og ég vil sýna öðrum að það sé allt hægt ef maður ætlar sér það,“ segir Elínborg Björnsdóttir sem á dögunum varð heimsmeistari í flokki fatlaðra á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fram fór í Edinborg á Skotlandi.

Sjá meira