Leikkonan sem lék fyrsta fórnarlambið í Ókindinni er látin
Bandaríska sundkonan og leikkonan Susan Backlinie er látin, 77 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk konunnar sem var fyrst til að deyja af völdum hákarlsins skæða í kvikmyndinni Ókindinni, eða Jaws, frá árinu 1975.