Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telja sprungur komnar í sam­band stjórans við stjörnuna

Spark­s­pekingarnir og fyrr­verandi leik­mennirnir í ensku úr­vals­deildinni, Gary Nevil­le og Jamie Carrag­her, telja eitt­hvað miður gott í gangi milli Pep Guar­diola, knatt­spyrnu­stjóra Manchester City og eins besta leik­mann liðsins undan­farin ár Kevin De Bru­yne. Sá síðar­nefndi spilaði afar lítið í stór­leiknum gegn Liver­pool í gær. Leik sem var sjötti tap­leikur City í síðustu sjö leikjum.

Liðs­félagi Alberts á bata­vegi

Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Fiorentina, er á batavegi eftir að hafa hnigið niður í leik með liðinu í gær. 

Heimaleikur Ís­lands fer fram á Spáni

Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu. 

Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra

Það kostaði enska úr­vals­deildar­félagið Manchester United því sem nemur rúmum 1,7 milljarði ís­lenskra króna að reka knatt­spyrnu­stjórann Erik ten Hag og starfs­lið hans frá félaginu. Ef litið er á kostnað félagsins við starfslok knattspyrnustjóra frá stjóratíð Sir Alex Ferguson kemur í ljós margra milljarða reikningur.

Ráða njósnara á Ís­landi

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur ráðið Vigfús Jósefsson sem njósnara á Íslandi. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Leik­dagur í Car­diff: „Þetta er leik­þáttur frá A-Ö“

Það er leikdagur í Cardiff. Í kvöld mun Wales taka á móti Íslandi í Þjóðadeild karla í fótbolta á Cardiff City leikvanginum. Stöð 2 Sport er á svæðinu. Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp með Aroni Guðmundssyni. Upphitun sem má sjá hér fyrir neðan.

Hareide ætlar að stöðva tap­lausa hrinu Wa­les

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins.

Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar.

Bella­my heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heims­þekktur“

Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Sjá meira