Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum. 19.11.2024 08:00
Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tilviljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrúlegar. Því komst undirritaður meðal annars að eftir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í Niksic á laugardaginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum. 18.11.2024 13:30
Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ekki er búist við því að nýr leikmaður bætist við leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi leik liðsins gegn Wales í Þjóðadeild UEFA í Cardiff á morgun. 18.11.2024 11:55
„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Ísland heimsækir Svartfjallaland í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugardalsvelli og segir Age Hareide, landsliðsþjálfari að stigalausir Svartfellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi íslenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úrslit í dag. 16.11.2024 10:30
Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. 16.11.2024 09:31
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15.11.2024 16:01
Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum. 14.11.2024 08:02
Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. 13.11.2024 12:06
Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. 13.11.2024 10:01
Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er kominn með andstæðing fyrir næsta bardaga á sínum ferli sem fer fram þann 7.desember næstkomandi. 12.11.2024 16:01