Klopp snýr aftur á Anfield Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. 23.5.2025 15:17
Var ekki nógu ánægður með Trent Arne Slot, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með framlag Trent Alexander Arnold á æfingum liðsins í upphafi tímabils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tímabilið. 23.5.2025 12:02
Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands. 23.5.2025 11:00
Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. 23.5.2025 09:01
Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Valsmenn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðarenda hafi verið liðinu áfall. 22.5.2025 12:32
Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. 21.5.2025 12:33
Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót. 21.5.2025 09:32
Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Gunnar Nelson stígur aftur inn í UFC bardagabúrið í júlí næstkomandi. Hann hefur á ný fundið neista sem hafði verið týndur í fleiri ár og virkar einbeittari en oft áður á það sem framundan er. 21.5.2025 08:46
Beckham varar Manchester United við David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. 20.5.2025 15:18
Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. 20.5.2025 13:46