Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Christopher Young, aðaldómari hnefaleika bardagans milli Anthony Joshua og Jake Paul um síðastliðna nótt, hefur hlotið mikið lof fyrir inngrip sitt og stundarbræði í garð kappanna tveggja í fjórðu lotu bardagans. 20.12.2025 23:31
Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 20.12.2025 22:23
Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Real Madrid bar sigurorðið af Sevilla er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 sigur Madrídinga sem viðhalda pressu sinni á toppliði Barcelona. 20.12.2025 22:11
Calvert-Lewin hættir ekki að skora Dominic Calvert-Lewin var allt í öllu þegar að nýliðar Leeds United unnu 4-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20.12.2025 22:03
Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Segja mætti að mynd sem hinn fertugi Cristiano Ronaldo, ein skærasta stjarna knattspyrnusögunnar, birti af sér eftir sánu á samfélagsmiðlinum X hafi farið eins og eldur í sinu um netheima. 20.12.2025 20:57
Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, er kominn með nýjan þjálfara hjá félagsliði sínu Real Sociedad. Bandaríkjamaðurinn Pellegrino Matarazzo hefur skrifað undir samning út tímabilið 2027. 20.12.2025 20:39
Slot fámáll um stöðuna á Isak Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir erfitt að segja til um það svo stuttu eftir leik hvort meiðsli Alexander Isak, sem framherjinn varð fyrir í sigri gegn Tottenham í kvöld, haldi honum frá keppni eða ekki 20.12.2025 20:02
Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Willum Þór Willumsson sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn í dag, eftir tæplega fjögurra mánaða fjarveru, í 3-0 tapi Birmingham City gegn Sheffield United í ensku B-deildinni. 20.12.2025 17:36
Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil. 20.12.2025 17:11
Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Boðið var upp á mikla dramatík þegar að Bournemouth tók á móti Burnely og hörmulegt gengi Wolves heldur áfram. 20.12.2025 17:02