Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. 21.12.2025 23:19
HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. 21.12.2025 23:08
Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Hinn 19 ára gamli Kjartan Már Kjartansson hlýtur mikið lof frá þjálfara sínum hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Aberdeen eftir frábæra frumraun gegn stórliði Celtic. 21.12.2025 22:46
Óttast að Isak hafi fótbrotnað Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool óttast að sóknarmaður liðsins, Alexander Isak, hafi fótbrotnað í 2-1 sigri liðsins gegn Tottenham í gær. 21.12.2025 21:40
Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. 21.12.2025 21:02
Sakaður um svindl á HM í pílukasti Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. 21.12.2025 20:31
Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn þjálfari sænska B-deildar liðsins IFK Varnamo og snýr því aftur í þjálfarabransann í Svíþjóð eftir tiltölulega stutt stopp á Íslandi. 21.12.2025 19:46
Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum. 21.12.2025 19:09
Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Rúnar Sigtryggsson stýrði Wetzlar til sigurs gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Fyrir leik dagsins hafði Wetzlar tapað ellefu leikjum í röð en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn Rúnars. Loktatölur sex marka sigur Wetzlar, 33-27. 21.12.2025 18:47
Bæjarar aftur á sigurbraut Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen komust aftur á sigurbraut í þýsku úrvalsdeildinni í dag með 4-0 sigri gegn Heidenheim. 21.12.2025 18:36