Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Jasmine Paolini varð í gærkvöldi fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár, og aðeins sá fjórði í sögunni, til að vinna opna ítalska meistaramótið í tennis. Paolini sigraði Coco Gauff afar örugglega í úrslitaleiknum. 18.5.2025 09:46
Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Efsti kylfingur heimslistans, Scottie Scheffler, átti stórfínan laugardag og leiðir með þremur höggum fyrir lokadag PGA meistaramótsins í golfi. 18.5.2025 09:20
Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. 16.5.2025 14:10
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16.5.2025 13:46
Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry. 16.5.2025 09:31
Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fjórtán einstaklingar slösuðust þegar bíl var ekið inn í áhorfendaskara fyrir utan RCDE leikvanginn, nokkrum mínútum eftir að leikur Espanyol og Barcelona hófst í gærkvöldi. 16.5.2025 09:02
Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Jamal Murray, leikstjórnandi Denver Nuggets, spilaði þrátt fyrir veikindi og hjálpaði liðinu að tryggja oddaleik gegn Oklahoma City Thunder í undanúrslitum vesturdeildar NBA, með 119-107 sigri í nótt. 16.5.2025 08:01
Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. 15.5.2025 11:30
Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum. 15.5.2025 09:31
Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni. 15.5.2025 09:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent