Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30.8.2025 06:18
Þyrla ræst úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. 29.8.2025 23:30
Guðrún hrókerar í þingflokknum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. 29.8.2025 22:15
Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. 29.8.2025 21:05
Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. 29.8.2025 20:12
Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. 29.8.2025 20:01
Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni. 29.8.2025 18:02
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23.8.2025 09:32
Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. 22.8.2025 23:44
Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Fjöldi er látinn, þar á meðal barn, eftir að hópferðabíll með um fimmtíu farþegum valt á þjóðvegi í New York-ríki í Bandaríkjunum í dag. 22.8.2025 21:06