Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík

Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis.

Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar

Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi.

Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum

Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum.

Svara fyrir vopnaða árás í Borgar­holts­skóla sem olli miklum óhug

Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum.

Slaufa auglýsingum á Stöð 2+

Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur.

Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist?

Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi.

Leggja til tuttugu milljarða arðgreiðslu

Afkoma ársins var sú besta í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar.

Sjá meira