Viðbrögð „góða fólksins“ hafi verið viðbúin Eigandi plastverksmiðju á Akureyri segir „góða fólkið“ hafa orðið brjálað og hann kallaður arðræningi í ummælakerfum eftir auglýsingu eftir starfsmanni sem væri sjaldan veikur. Hann segir einfaldlega hafa viljað vekja athygli á því að hæfniskröfur væru í raun engar. 22.5.2023 16:58
Aftur í einangrun grunaður um manndráp á Selfossi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið 28 ára konu að bana á Selfossi þann 27. apríl er aftur kominn í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi. 22.5.2023 14:50
Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. 22.5.2023 13:50
Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum. 22.5.2023 13:05
Þórdís ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Útvarpsstöðvarnar sem Þórdís mun stýra eru Bylgjan, FM957, X977, Gullbylgjan, Léttbylgjan og Íslenska bylgjan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 22.5.2023 12:02
Vara við saur í Laugarvatni Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu. 17.5.2023 16:44
Bein útsending: Leiðtogafundi lýkur með blaðamannafundi Leiðtogafundi Evrópuráðsins lýkur í dag með blaðamannafundi í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum. 17.5.2023 14:24
Bein útsending: Þjóðarleiðtogar mæta hver á fætur öðrum í Hörpu Leiðtogar og háttsettir gestir Reykjavíkurfundarins mæta til Hörpu á milli 16:15 og 17:30 í dag. Vísir verður með beint streymi frá komu þeirra. 16.5.2023 16:07
Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. 16.5.2023 11:27
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16.5.2023 11:17