Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við

Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags.

Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu

Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær.

Tekur synjun um dvalar­leyfi af æðru­leysi

Sýrlendingur sem nýlega var sendur til síns heima eftir synjun um dvalarleyfi vonast til að koma aftur til Íslands einn daginn. Hann varð á augnabliki vaktstjóri hjá Te & kaffi og segist um fram allt vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Carbfix hlaut Ný­sköpunar­verð­launin

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís.

Sam­þykkja verk­fall í Garðaskóla

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í ellefu skólum; fjórum grunnskólum, fjórum leikskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla.

Bein út­sending: Nýjustu tíðindi af bar­áttunni vestan hafs

Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn.

Össur segir Ingu valdspilltan leið­toga

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember.

Átti líka morgunspjall við ríkis­lög­reglu­stjóra vegna Yazans

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. 

Sjá meira