Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Stefán Örn Stefánsson hefur gengið í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Viðskipti innlent 8. janúar 2025 08:24
Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Eva Georgs. Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur samið um starfslok hjá Sýn. Hún hefur starfað á stöðinni frá árinu 2005. Viðskipti innlent 7. janúar 2025 10:15
Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Innlent 7. janúar 2025 10:04
Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ráðið tvo aðstoðarmenn, Alexander Jakob Dubik og Andra Egilsson. Þeir hafa báðir starfað sem aðstoðarmenn þingflokks Flokks fólksins. Innlent 6. janúar 2025 16:45
Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Innlent 6. janúar 2025 12:40
Eigendum fjölgar hjá LOGOS Um áramótin bættust þau Kristófer Jónasson og Maren Albertsdóttir við eigendahóp lögfræðistofunnar Logos. Þau hafa starfað hjá LOGOS um árabil. LOGOS lögmannsstofa sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Hjá LOGOS starfa um 65 manns. Viðskipti innlent 6. janúar 2025 10:48
Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Innlent 6. janúar 2025 10:03
Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland sem tók nýverið við sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga leitaði ekki langt eftir aðstoð en báðir hafa starfað náið með henni í Flokki fólksins um nokkurt skeið. Innlent 5. janúar 2025 11:42
Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands er laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Innlent 4. janúar 2025 15:11
Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni. Innlent 3. janúar 2025 10:50
Vigdís frá Play til Nettó Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Vigdís hefur samkvæmt tilkynningu sérhæft sig í markaðssetningu samfélagsábyrgðar. Viðskipti innlent 3. janúar 2025 08:37
Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Tómas Guðjónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar mun vera aðstoðarmaður Loga Einarssonar, nýs menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Innlent 2. janúar 2025 16:57
Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ráðið Jakob Birgisson, uppistandara og Þórólf Heiðar Þorsteinsson, lögfræðing, sem aðstoðarmenn sína. Innlent 2. janúar 2025 13:47
Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Ingileif Friðriksdóttir verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún tók við starfinu af eiginkonu sinni í kosningabaráttunni. Innlent 2. janúar 2025 12:32
Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Innlent 2. janúar 2025 11:26
Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. Innlent 1. janúar 2025 11:20
Jón Steindór aðstoðar Daða Má Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Innlent 30. desember 2024 15:09
Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Gurún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á föstudag Berglindi Svavarsdóttur lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 23. desember 2024 til og með 31. janúar 2026. Innlent 23. desember 2024 10:20
Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20. desember 2024 14:46
Elma Sif til Stika Solutions Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 20. desember 2024 13:05
Jóna Björk tekur við Garðheimum Jóna Björk Gísladóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Garðheima. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi. Viðskipti innlent 19. desember 2024 14:12
Ingibjörg Þórdís til Elko Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns innkaupa- og vörustýringasviðs fyrirtækisins hjá Elko. Viðskipti innlent 19. desember 2024 11:17
Fimm mætt í Kauphöllina Nasdaq á Íslandi, Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð, hefur gengið frá ráðningu á fimm nýjum starfsmönnum. Greint er frá vistaskiptunum í tilkynningu frá Nasdaq. Viðskipti innlent 19. desember 2024 11:10
Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir er hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar eftir tveggja og hálfs árs starf. Samkomulag náðist milli Sigríðar og bæjarstjórnar um starfslok. Innlent 18. desember 2024 17:49
Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Staða forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu var auglýst nýverið og 39 sóttu um starfið, en fimmtán drógu umsókn sína til baka. Viðskipti innlent 17. desember 2024 14:39
Tvö ráðin til Klaks Klak - Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu Klaks. Viðskipti innlent 17. desember 2024 13:08
Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Viðskipti innlent 17. desember 2024 10:17
Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK. Viðskipti innlent 16. desember 2024 09:06
Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi. Innlent 15. desember 2024 13:49
Breytingar hjá Intellecta Baldur Gísli Jónsson hefur verið ráðinn til Intellecta og tekið við sem yfirmaður mannauðsráðgjafar hjá fyrirtækinu. Þá er Sigríður Svava Sandholt nýr meðeigandi Intellecta. Viðskipti innlent 13. desember 2024 23:17