Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. Innlent 5. maí 2025 19:43
Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar. Innlent 5. maí 2025 16:10
Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Júlíus Steinn Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs (Global People Director) hjá Benchmark Genetics og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 5. maí 2025 12:34
Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Þórdís Valsdóttir, útvarpsstjóri hjá Sýn, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins til eins árs. Viðskipti innlent 5. maí 2025 12:22
Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Hjálmtýr Grétarsson hefur tekið við starfi viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs hjá ELKO. Sem slíkur leiðir hann fyrirtækjasölu ELKO og áframhaldandi þróun á þjónustu sviðsins. Viðskipti innlent 5. maí 2025 10:09
„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. Innlent 2. maí 2025 14:44
Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýrrar skrifstofu umbóta og þróunar hjá Kópavogsbæ. Þá hefur Sindri Sveinsson verið ráðinn áhættu- og fjárstýringarstjóri hjá Kópavogsbæ. Innlent 2. maí 2025 12:15
Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. Innlent 2. maí 2025 11:33
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 2. maí 2025 08:34
Frekari breytingar í Valhöll Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið Bertu Gunnarsdóttur sem fjármálastjóra flokksins. Hún mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra. Nýr framkvæmdastjóri tók við störfum um síðustu mánaðamót. Þá var ekki langt síðan nýr formaður tók við völdum í Valhöll. Innlent 30. apríl 2025 16:39
Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Innlent 30. apríl 2025 14:59
Þau vilja stýra ÁTVR Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda. Viðskipti innlent 29. apríl 2025 16:45
Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29. apríl 2025 14:29
Ráðinn forstjóri Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. Viðskipti innlent 29. apríl 2025 07:14
Björn tekur við af Helga Landssamband eldri borgara heldur árlegan landsfund sinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á morgun þar sem nýr formaður mun taka við. Björn Snæbjörnsson frá Akureyri verður sjálfkjörinn í embætti formanns og mun því taka við af Helga Péturssyni. Innlent 28. apríl 2025 13:17
Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi mun taka við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace þann 1. júní næstkomandi af stofnanda þess og fyrrverandi framkvæmdastjóra, Sigurþóru Bergsdóttur. Innlent 28. apríl 2025 08:05
Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Innlent 23. apríl 2025 17:21
Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. Viðskipti innlent 22. apríl 2025 12:40
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Lyklaskipti fóru fram í morgun á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Egill Heiðar Anton Pálsson tók við stjórn leikhússins. Menning 22. apríl 2025 12:20
Af Alþingi til Fjallabyggðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er búin að finna sér nýtt starf eftir að hafa verið matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á síðasta ári. Innlent 16. apríl 2025 22:09
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16. apríl 2025 11:19
Jón Guðni tekur við formennsku Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem fór fram í síðustu viku, var Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, kjörinn formaður stjórnar samtakanna. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 09:43
Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 08:10
Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. Viðskipti innlent 14. apríl 2025 15:47
Sveinn snýr aftur til starfa hjá Arctica Finance sem greinandi Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu undanfarin ár, er að snúa aftur til Arctica Finance þar sem hann mun taka til starfa sem greinandi fyrir markaðsviðskipti verðbréfafyrirtækisins. Innherji 14. apríl 2025 12:01
Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Innlent 11. apríl 2025 22:47
Árni Oddur tekur við formennsku Á hluthafafundi Eyris Invest hf. í gær var ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa Atli Björn Þorbjörnsson, Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon. Stjórnin hefur komið saman og skipt með sér verkum og Árni Oddur fer nú með stjórnarformennsku. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 16:09
Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson hafa öll verið ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi netöryggisfyrirtækisins Varist. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 10:13
Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Netöryggisfyrirtækið Keystrike hefur ráðið Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttir sem yfirmann sölu, markaðsmála og viðskiptaþróunar fyrir Evrópumarkað. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 09:53
Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Arnar Hólm Einarsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns fyrirtækjasviðs hjá Ormsson. Viðskipti innlent 8. apríl 2025 08:48