Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum um­sögnum í ráðningarferli

Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endum fjölgar hjá LOGOS

Um áramótin bættust þau Kristófer Jónasson og Maren Albertsdóttir við eigendahóp lögfræðistofunnar Logos. Þau hafa starfað hjá LOGOS um árabil. LOGOS lögmannsstofa sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Hjá LOGOS starfa um 65 manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír ráðu­neytis­stjórar fluttir til í starfi

Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Haf­dís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni

Tólf sóttu um embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni, sextán sóttu um starf öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og fjórir sóttu um embætti deildarstjóra á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Jón Stein­dór að­stoðar Daða Má

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Settur ráð­herra skipar skrif­stofu­stjóra

Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Elma Sif til Stika Solutions

Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóna Björk tekur við Garðheimum

Jóna Björk Gísladóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Garðheima. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm mætt í Kaup­höllina

Nasdaq á Íslandi, Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð, hefur gengið frá ráðningu á fimm nýjum starfsmönnum. Greint er frá vistaskiptunum í tilkynningu frá Nasdaq.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö ráðin til Klaks

Klak - Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu Klaks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fer úr Efsta­leiti yfir til SFS

Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar hjá Intellecta

Baldur Gísli Jónsson hefur verið ráðinn til Intellecta og tekið við sem yfirmaður mannauðsráðgjafar hjá fyrirtækinu. Þá er Sigríður Svava Sandholt nýr meðeigandi Intellecta.

Viðskipti innlent