Veður

Veður


Fréttamynd

Hvass­viðri og rigning með til­heyrandi leysingum

Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda

Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 

Innlent
Fréttamynd

Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni

Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Allar líkur á að meira verði um aftakaveður

Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Lægð fer norð­austur yfir landið

Febrúarmánuður endar með nokkrum gulum viðvörunum, en lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Hvasst verður á landinu norðvestanverðu með éljum og lélegu skyggni en hægari vindur í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Magnaðar myndir af ó­veðrinu síðast­liðna viku

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað verk­efni vegna veðursins í dag

Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissa með færð á fjöl­mörgum vegum

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein veðurviðvörunin

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvöss norðan­átt víða á landinu

Framan af degi er hvöss norðanátt nokkuð víða á landinu og skafrenningur, auk þess að það snjóar norðan- og austanlands. Það lægir smám saman í dag.

Veður